Menu

FishTech Framework

Kjarnalausn fyrirtækisins heitir FishTech Framework.

FishTech Framework er módel fiskveiðstjórnunar sem lýsir því hvernig árangursrík fiskveiðistjórnunakerfi eru uppbyggð og hvernig þau virka.

FishTech Framework hefur það sem til þarf, allt frá úttektum og ráðgjöf við gerð fiskveiðstefnu, útfærslu lagaramma ásamt ráðgjöf við innleiðingu veiðieftirlits, hafrannsókna, upplýsingakerfa og þjálfunar starfsmanna.

FishTech Framework er á sama tíma bæði leiðbeinandi og sveigjanleg lausn sem gerir ráð fyrir mismunandi áherslum og mismunandi menningu fiskveiðiþjóða.

Með tilkomu FishTech Framework er nú í fyrsta sinn hægt að miðla þekkingu og reynslu Íslendinga á sviði fiskveiðistjórnunar með skipulegum hætti til annarra þjóða og með skilvirkari og ódýrari hætti en áður hefur þekkst. 


 

FishTech Framework er samsett úr eftirfarandi hlutum 

Verkferli

Samansafn þaulreyndra verkferla (e. best practices) sem hafa þróast við fiskveiðistjórnun á Íslandi og annarsstaðar í meira en 20 ár.

Upplýsingakerfi

Upplýsingakerfi sem heldur utan um allar upplýsingar fiskveiðistjórnunarkerfisins á einum stað.

Þjónusta

Úttektir, verkefnastjórnun, innleiðing, eftirfylgni og þjálfun sérfræðinga í fiskveiðistjórnun.