Menu

FishTech Þjónusta

Úttektir

Fisheries Technologies framvæmir úttektir á fiskveiðistjórnunarkerfum annara ríkja. Sérfræðingar fyrirtækisins vinna með lykilmönnum viðkomandi ríkis við að meta þá innviði sem þar eru til staðar.  Helstu lykilþættir umgjarðarinnar eru skoðaðir og metnir m.a. fiskveiðistefna, lagarammi, veiðieftirlit, hafrannsóknir, upplýsingakerfi og vinnubrögð.  Úttektin leiðir í ljós núverandi stöðu fiskveiðistjórnunarkerfisins og er hún síðan borin saman við FishTech Framework.  Í kjölfar GAP greiningar er lagt mat á hvaða þætti fiskveiðistjórnunarkerfis þarf að styrkja og er niðurstaðan útfærð í aðgerðar - og tímaáætlun.

 

Verkefnastjórnun

Fisheries Technologies tekur að sér verkefnastjórnun og getur leitt þá umbótavinnu sem fram fer í kjölfar úttektar.  Í slíkum verkefnum vinna sérfræðingar Fisheries Technologies með lykilmönnum viðkomandi ríkis við innleiðingu og endurbætur. Ný vinnubrögð og tæki krefjast breyttra starfshátta og er fræðsla og þjálfun starfsfólks því mikilvægur hluti innleiðingarinnar.

Eftirfylgni

Innleiðing kerfa og þjálfun er talin í mánuðum á meðan breytingar á vinnumenningu tekur lengri tíma og er talin í árum.   Til að staðfesta að ávallt sé unnið eftir nýjum verkferlum og að markmiðum fiskveiðistjórnunarkefisins sé náð, framkvæmir Fisheries Technologies reglulegar úttektir (audit) á hinu nýja fiskveiðistjórnunarkerfi.  Komi upp frávik eru gerðar ráðstafanir til leiðréttingar.