Menu

FishTech Enterprise Suite upplýsingakerfin

FishTech Enterprise Suite er miðlægt upplýsingakerfi sem  heldur utan um allar upplýsingar fiskveiðistjórnunarkerfisins á einum stað..

FishTech Enterprise Suite samanstendur af tuttugu og þremur kerfishlutum sem hver um sig hefur sértæka virkni (specific function) í fiskveiðistjórnunarkerfinu.  Kerfishlutarnir vinna hver með öðrum og í sameiningu skapa þeir einstaka yfirsýn og control á fiskveiðunum.  Þetta gefur stjórnendum kerfisins tækifæri til þess að greina og bregðast tímanlega við ýmiskonar frávikum.  Kerfinu er stjórnað af þeim business reglum sem skilgreindar hafa verið í FishTech Processes.
FishTech Enterprise Suite er mutitenant, multilingual skýjalausn sem er aðgengileg frá vafra.  Þar með er hægt að nota kerfið á ýmiskonar tölvubúnaði svo sem PC tölvum, spjald -og lófatölvum. Mobile hönnun gerir það að verkum að valdir kerfishlutar geta starfað tímabundið þar sem ekkert netsamband er til staðar og samstillir  mobile kerfið gögnin við aðalkerfið þegar netsamband næst aftur. Þetta auðveldar notendum kerfisins að vinna þar sem stopult eða ekkert netsamband er.

FishTech Enterprise Suite hefur aðlaðandi, þægilegt og skilvirkt notendaviðmót fyrir þá notendur sem skrá upplýsingar handvirkt.  Mikil áhersla er lögð á sjálfvirka skráningu þar sem því verður viðkomið og styður kerfið vel við gagnaskráningu með rafrænum hætti.  Með vefþjónustum getur kerfið tekið við miklu magni upplýsinga frá öðrum kerfum t.d. frá fiskvinnslufyrirtækjum, fiskflokkurum, afladagbókum, fiskmörkuðum, bankastofnunum og bókhaldskerfum.  Í stað þess að vinna sjálfir við gagnaskráningu geta umsjónarmenn kerfisins betur einbeitt sér að gæðaeftirliti og greiningu gagna.

Upplýsingarnar í FishTech Enterprise Suite styðja alþjóðlega staðla þar sem við á og auðveldar það samskipti og skýrslugjöf til annarra kerfa og stofnana t.d. FAO.

Almenn lausn

Breytingar í lagaumhverfi, nýjar kröfur, ný virkni og ný tækni veldur því að upplýsingakerfi  úreldast smám saman og gerir þau óþarflega flókin og dýr í rekstri. Þetta á sérstaklega við um sérsmíðuð kerfi þar sem lítið er um reglubundnar uppfærslur.

FishTech Enterprise Suite er öflugasta upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun sem völ er á í heiminum í dag.

FishTech Enterprise Suite frá Fisheries Technologies er fyrsta almenna lausnin sem er sérstaklega hönnuð með þarfir fiskveiðistjórnunar í huga og er byggð af fagfólki sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði.  Auðvelt er að aðlaga kerfið að breytilegum þörfum mismunandi fiskveiðiríkja.  Þjónustusamningar tryggja reglulegar uppfærslur á kerfunum  og þannig mætir kerfið ávallt nýjustu kröfum á sviði fiskveiðistjórnunar og tækni. 

Helstu eiginleikar

Með því að nota FishTech Enterprise Suite er í einu og sama kerfinu hægt að fá upplýsingar um skip, skipaumferð, landanir, sjósókn, aflabrögð, afdrif afla, aflaverðmæti og fleira. FishTech Enterprise Suite er skilvirkt fiskveiðistjórnunarkerfi sem veitir réttar og tímanlegar upplýsingar til stjórnenda kerfisins sem gefur þeim tækifæri til að bregðast hratt og við þar sem þess gerist þörf.