Menu

FishTech verkferlin

FishTech Processes eru samansafn þaulreyndra verkferla (e. best practices) sem hafa þróast við fiskveiðistjórnun á Íslandi og víðar í meira en 20 ár.  FishTech Processes eiga rætur að rekja til lagaramma og vinnumenningar mismunandi fiskveiðiríkja og eru þeir síðan útfærðir í FishTech Enterprise Suite sem business reglur.

Vel skilgreind verkferli nýtast vel til að miðla þekkingu frá einu landi til annars með samræmdum og skipulegum hætti.  Samræmd hugtök og aðferðarfræði auka skilning og auðveldar samskipti manna á milli og geta þau átt ríkan þátt í að skapa sameiginlegan vettvang fiskveiðistjórnunar víða um heim.

 

 

Verkferlin skilgreina aðgerðir, samspil aðgerða og aðgerðaröð verklags og þannig auka þau skilvirkni, samræmi og skipulag fyrir fiskveiðistjórnunarkerfið í heild 

 

Verkferlin eru gefin út sem flæðirit ásamt ítarlegri textlýsingu. 

 

Key Process Area (KPA) er samasafn skyldra verkferla á tilteknu sviði fiskveiðistjórnunarinnar, sem með samvinnu ná fram tilætluðu markmiðum.

 

 

Hvert ferli hefur skilgreind ábyrgðarsvið.

  • Eigandi verkferlanna ber ábyrgð á að sjá til þess að þau séu viðeigandi, að þau nái fram markmiðum sínum og að stöðugt sé unnið að endurbótum þeirra.  
  • Stjórnandi verkferlanna ber ábyrgð á framkvæmd, sem felur í sér samræmingu á aðgerðum, eftirliti, skýrslugjöf.
  • Starfsmenn bera ábyrgð á því að framfylgja verkferlum.