Menu

The FishTech Fisheries Manager

FishTech Fisheries Manager er fiskveiðistjórnunarkerfi sem er sérstaklega sniðið að þörfum þróunarríkjanna.

Áhersla er lögð á skráningu allra fiskiskipa sem eiga heimilisfesti í viðkomandi fiskveiðilögsögu og þannig öðlast stjórnvöld nauðsynlega yfirsýn yfir fiskiskipaflotann og veiðigetu hans.  Öll fiskiskip sem veiða í lögsögunni eru skráningaskyld og fá þau úthlutað skipaskrárnúmeri sem þau bera á áberandi stað að utanverðu skipinu og í skipsskjölum.  

Skipaskráin heldur utan um margvíslegar upplýsingar skipana svo sem kennitölur, gerð, flokk, stærðir og mæligildi, vélarstærðir, toggetu, skipsskjöl  og skipshluta ýmiskonar.  Skráin heldur utan um eignarhald skipana, útgerðir, heimahafnir, áhafnaskrá og veiðileyfi.

 

Einföld uppsetning

FishTech Fisheries Manager er skýjalausn sem viðskiptavinir fá aðgang að í áskrift.  Fisheries Technologies sér alfarið um rekstur kerfisins og þurfa því viðskiptavinir okkar hvorki að fara í dýrar fjárfestingar á tækjabúnaði né að byggja upp tæknikunnáttu fyrir rekstur slíkra kerfa.

Sérfræðingar Fisheries Technologies stjórna innleiðingu fiskveiðistjórnunarkerfisins og þjálfa þá sérfræðinga sem munu sjá um daglegan rekstur.  Innleiðingarferlið er einfalt og fljótlega er hægt að byrja að nota kerfið fyrir fiskveiðistjórnun.

 

Verkferli  

FishTech Fisheries Manager byggir á áratuga reynslu fremstu fiskveiðiþjóða heims og er henni lýst með einföldum myndrænum hætti og í texta. 

Vel skilgreind verkferli nýtast vel til að miðla þekkingu frá einu landi til annars með samræmdum og skipulegum hætti.  Auðvelt er að aðlaga verkferlin að breytilegum kröfum og menningu mismunandi fiskveiðiþjóða en þau eru einnig leiðbeinandi þar sem þau innihalda þær aðferðir sem hafa virkað best hjá öðrum þjóðum.  

 

 

Tölfræði

FishTech Fisheries Manager birtir ýmiskonar skýrslur og samantektir sem gefur góða yfirsýn yfir fiskveiðistjórnunina.  Auðvelt er að flytja skýrslur út úr kerfinu á öðru sniði t.d. Excel og XML.

Auk þess að birta upplýsingar um hvert skip má sjá:

 1. Yfirlit og samantekt yfir fiskiskipaflotans, flokkaðan eftir gerðum, stærðum og heimahöfnum, 
 2. Heildarveiðigetu,
 3. Heildarstærð,
 4. Heildartogetu fiskiskipaflotans,
 5. Atvinnutölur.

Mobile

FishTech Fisheries Manager hefur áskrifendur frá mörgum þjóðum og er því til á mörgum tungumálum.  Kerfið er skýjalausn og er því aðgengilegt í vafra. Þar með er hægt að nota kerfið á ýmiskonar tölvubúnaði svo sem PC tölvum, spjald -og lófatölvum.  

Mobile hönnun gerir það að verkum að valdir kerfishlutar geta starfað tímabundið þar sem ekkert netsamband er til staðar.   Þegar tölvan nær netsambandi aftur, samstillir kerfið gögnin við aðalkerfið. Þetta auðveldar notendum kerfisins að vinna þar sem stopult eða ekkert netsamband er t.d. við skráningu skipa og báta. 

Eftirfylgni 

Eftirfylgni og stuðningur er mikilvægur þáttur eftir innleiðingu því að það tekur tíma fyrir þjóð að tileinka sér nýja tækni og ný vinnubrögð.  Fisheries Technologies gerir úttektir á fiskveiðistjórnunarkerfinu með reglulegu millibili og staðfestir til að farið sé eftir nýju verkferlunum.  Sérfræðingar okkar veita stuðning og aðstoða við leiðréttingu gerist þess þörf.  

Fisheries Technologies eru ávallt tilbúið til aðstoðar og er hægt er að senda beiðnir um aðstoð í þjónustukerfi fyrirtækisins. Hægt er að panta fjarfundi með sérfræðingum okkar eða fá þá á staðinn eftir atvikum.

Vöxtur

FishTech Fisheries Manager er aðeins fyrsta skrefið í árangursríkri fiskveiðistjórnun og er áherslan á stjórn á fiskiskipaflotans.  

FishTech Enterprise Suite upplýsingakerfið hefur allt það sem þarf til viðbótar til að ná alhliða stjórnun á fiskveiðum.   Ekki er þörf á því að innleiða allt kerfið í einu því að það er samsett úr fjölmörgum kerfishlutum sem hver er sérhæfður á ákveðnu sviði fiskveiðstjórnunar.  Hægt er að innleiða upplýsingakerfið og viðeigandi verkferli í pörtum, allt eftir þörfum og áherslum hvers viðskiptavinar. 

FishTech Enterprise Suite inniheldur m.a. kerfishluta fyrir  

 • Skipaskrá
 • Vessel Monitoring (VMS) 
 • Kvótakerfi 
 • Landanir
 • Fiskeldi
 • Afladagbækur
 • Veiðiferðir
 • Veiðileyfi
 • Veiðisvæði
 • Veiðivottorð
 • Hagtölur
 • Hafrannsóknir
 • Fisktegundir
 • Veiðarfæri
 • Umsóknir
 • Veiðieftirlit
 • Nýtingu
 • Lögskráningu sjómanna