Menu

Fisheries Technologies

Fisheries Technologies er íslenskt fyrirtæki sem sérhæft í þróun stjórnsýslulausna á sviði fiskveiðistjórnunar.  

Starfsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum áratugum unnið með íslenskum stjórnvöldum að uppbyggingu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins auk þess að hafa unnið að verkefnum í þróunarlöndunum. Þetta hefur gefið okkur góða yfirsýn og skilning á þeim áskorunum sem fiskveiðistjórnun víða um heim stendur frammi fyrir og á sama tíma höfum við þróað og innleitt praktískar lausnir á þessu sviði. 

 

Sjálfbærar fiskveiðar er verkefni sem allar fiskveiðiþjóðir heims standa frammi fyrir.  Markmiðið með sjálfbærum fiskveiðum er að tryggja hámarks sókn í auðlindina án þess að hætta sé á ofveiði og þannig stuðla að sjálfbærni veiðanna fyrir komandi kynslóðir.

Nútíma fiskveiðistjórnun er nýleg grein innan stjórnsýslunnar og á rætur sínar að rekja til ráðstefnu sem haldin var á þessu sviði í London árið 1936.   Síðan þá hafa fiskveiðiþjóðir heims reynt að ná tökum á viðfangsefninu, með misgóðum árangri.

 

Íslendingar eru á meðal þeirra fiskveiðisþjóða heims sem í dag hafa náð lengst á þessu sviði. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið státar nú af skýrt framsettri fiskveiðistefnu, umfangsmiklum hafrannsóknum og öflugu fiskveiðieftirliti.

Fiskveiðistjórnunarkerfið veitir íslenskum stjórnvöldum góða yfirsýn yfir fiskveiðarnar og veitir tímanlegar og nákvæmar upplýsingar um framgang þeirra ásamt uppfærðum hagtölum.

Lausnir Fisheries Technologies henta vel, bæði þróuðum fiskveiðiþjóðum sem eru nú þegar á háu tæknistigi og eins vanþróuðum ríkjum sem eru að hefja uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfa.

 

Ástand fiskveiðistjórnunar í þróunarlöndunum er almennt lélegt og þar er þörfin fyrir skilvirkar lausnir brýn.

Fisheries Technologies aðstoðar þróunarlöndin við að koma sér upp grunnferlum fiskveiðistjórnunar ásamt nauðsynlegum upplýsingakerfum og þjálfun starfsfólks.  

Við bjóðum þróunarríkjum einfaldari  “Lite” útgáfu af kerfum okkar sem þau geta innleitt í byrjun.  Eftir því sem þróunarríkin ná betri tökum á fiskveiðistjórnun geta þau auðveldlega bætt við fullum útgáfu af lausnum okkar og innihalda þær víðtækari fiskveiðistjórnunarferli og upplýsingakerfi.